sunnudagur, 20. maí 2007

Á tónleikum.

Við Sirrý fórum í dag á tónleika í Háskólabíó. Þar kom fram rússneski barítón söngvarinn Dmitri Hvorostovsky og landi hans píanóleikarinn Ivari Ilja. Þetta var hörku söngvari en ég hefði nú jafnvel sagt að hann væri bassi fremur en barítón. Hann flutti efnisskrá eftir ýmis rússnesk tónskáld. Hann gerði það mjög fagmannlega og flutningurinn var frábær. Tónsviðið var hinsvegar ekki nema í mesta lagi tvær áttundir þannig að raddsviðið verður svolítið einhæft á heilum tónleikum. Það var gerður góður rómur að söng hans og ekki má gleyma píanóleikaranum sem lék mjög vel á píanóið. Var að vísu svolítið háður nótnalestrinum, en það er víst ekkert við því að segja. Annars er það annað helst í fréttum að við fórum við öll í bröns boð í Grænuhlíðina í morgun til Sigurðar og Laugu. Við Hjörtur fórum svo til í heimsókn til foreldra minna í kvöld. Áttum með þeim ánægjulega stund, en þau voru að koma frá Akureyri úr helgarfríi.

Engin ummæli: