þriðjudagur, 15. maí 2007

Út í Eyjum...

Innsiglingin. Ég var á ráðstefnu út í Vestmannaeyjum í gær um slysaforvarnir og öryggisstjórnun. Fór með morgunvélinni og kom aftur til baka með síðdegisvélinni. Veðrið var hreint ótrúlegt þennan dag, þótt ekki gæfist tilefni til að njóta þess nema takmarkað. Glaða sólskin og blanka logn. Flug yfir landinu í svona veðri er mikil upplifun. Ég tók þessa mynd á Skansinum af innsiglingunni til Eyja. Við renndum þangað í rástefnulokin.






Fundur um forvarnir. Fundurinn var haldinn á Hótel Þórshamri og var til hans boðað af útvegsbændum. Hafinn er undirbúningur að átaki í slysaforvörnum sem aðilar atvinnulífsins í Eyum munu beita sér fyrir. Mitt hlutverk var að fara yfir nokkrar tölulegar upplýsingar varðandi slysa- og tryggingamál.

Engin ummæli: