laugardagur, 26. maí 2007

Stúdent Sigrún Huld.

Við í Brekkutúni 7 Dagurinn í gær var mikill gleðidagur. Yngsta barnið útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hér má sjá stúdínuna ásamt foreldrum og bræðrum í lok dags. Við Sirrý og Hjörtur erum MR-ingar, Valdimar er úr Versló og svo Sigrún úr Kvennó. Þannig að þetta er góð skólablanda hjá okkur.








Sigrún og samstúdínur. Eftir útskriftarathöfnina sem fram fór í Hallgrímskirkju komu stúdentar og foreldrar saman í skólanum og áttu saman góða stund. Þessi mynd af bekkjarsystrum Sigrúnar var tekin við það tilefni á lóð skólans.










Í boði Kvennaskólans eftir útskrift. Hér eru foreldrar og bræður með stúdínunni í skólasamkvæminu.











Stúdínan á leið úr krikju. Á leið úr kirkju eftir útskriftina. Þess má geta að stúdínan var verðlaunuð fyrir 100% mætingu í vetur. Hún er reyndar með 100% mætingu öll árin fjögur.

Engin ummæli: