sunnudagur, 27. maí 2007

Gleðilega hvítasunnu.

Þingvallakirkja. Í tilefni dagsins fórum við í bíltúr austur á Þingvelli. Komum við í Peningagjánni og ég gékk að Valhöll framhjá litlu timburkirkjunni og sumarhúsi ráðherrans. Bæti þessari fallegu kirkju í safnið á þessari bloggsíðu. Sr. Hjörtur messaði fyrir margt löngu í þessari kirkju og Ásakór söng við athöfnina. Þetta hefur verið 1995 eða svo. Þarf að fletta því upp. Kórinn var að heimsæka fyrrum sóknarprest sinn og við skeltum okkur með.





Sigrún og Sirrý með hinn forna þingstað Lögberg í bakgrunni. Fer vel á því að taka mynd af þeim stað þar sem örlögum þjóðarinnar hefur lengst af verið ráðið. Nú er búið að mynda nýja stjórn sem vill gjarnan láta kenna sig við staðinn. Það er nú varla hægt að segja að það sé komið sumar, þótt dagurinn hafi verið sólríkur þar sem við fórum um. Margt var um manninn á Þingvöllum og var fólkið aðallega að ganga upp og niður Almannagjá. Keyrðum á Selfoss og áðum þar.




Selfosskirkja. Tók þessa mynd af Selfosskirkju til þess að bæta í kirkjubyggingasafnið mitt. Eftir að hafa áð á Selfossi fórum við og skoðuðum búgarðasvæðið sem verið er að reisa rétt sunnan við Selfoss. Þar er hægt að fá lóðir og hefja nýjan lífsstíl ef vill svona í hálgerðum kúrekastíl. Hvernig væri nú að söðla um kaupa sér hesta og hænsni og bjóða upp á bændagistingu í Árborg. Ef til vill ekkert sérstaklega frumleg hugmynd en skemmtileg þó. Hittum Valdimar og Stellu með tvíburasystrum Stellu á leiðinni heim rétt hjá Þorlákshöfn. Þau höfðu hitt Axel bróður og Rannveigu með Axel og Alexander í Hveragerði. Hilda og Magnús voru með Valgerði Birnu á Þingvöllum síðar í dag. Hjörtur og Ingibjörg voru með Svein Hjört og Jóhannes Erni í Hrútafirði að skoða nýfædd lömbin í Hrútatungu. Þannig að það er ljóst hvað þessi fjölskylda hafði fyrir stafni í dag. Kveðja.

Engin ummæli: