laugardagur, 5. maí 2007

Nokkur kennileiti Parísar.

Notre Dame kirkjan. Enn ein kirkjubyggingin á þessari heimasíðu. Þetta fer að verða heimildarvefur um kirkjubyggingar héðan og þaðan. Þetta er hin fræga Notre Dame kirkja í París. Það var aragrúi túrista sem lagði leið sína inn í bygginguna og því miður eyðilagði of mikið kliður í fólkinnu stemminguna inn í kirkjunni. Þetta var æði tilkomumikl bygging eigi að síður.







Effelturninn. Við erum búin að vera lengi á leiðinni til Parísar. Við fórum meira að segja fyrir mörgum árum á sérstakt námskeið fyrir fólk sem hugðist fara til Frakklands og Parísar. Að komast í návígi við þennan fræga turn var mikil upplifun, þótt ekki hefðum við þörf fyrir að fara upp ásamt öllum þeim þúsundum túrista sem þar voru. Kom okkur á óvart hversu París er mikið byggð á hæðum. Höfðum ekki hugleitt það.












Á bökkum Signu. Þetta fljót finnst mér tilkomumikið og byggingar meðfram ánni stórkostlegar. Hversu oft hefur manni ekki langað að rölta meðfram bökkum Signu.












Sigurboginn. Maður varð nú að taka mynd af Sirrý með Arc De Triomphe í bakgrunni á Avenue Des Champs Elysees.

Engin ummæli: