laugardagur, 5. maí 2007

Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga og kaffiboð aldraðra.

Skaftarnir á tónleikunum. Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga voru haldnir í Laugarneskirkju sunnudaginn 6. maí.

Í tilefni þess að Violeta Smid, kórstjóri, hefur verið með okkur í 25 ár sungum við úrval laga frá liðnum árum ásamt nokkrum nýjum lögum. Undirleikari kórsins að þessu sinni var Pavel Manasek, einsöngvarar Sigurður Þengilsson og Unnur Sigmarsdóttir.

Að loknum tónleikunum kl. 16:00 bauð Skaftfellingafélagið öldruðum Skaftfellingum til árlegs kaffiboðs sem var að þessu sinni í Safnaðarheimili kirkjunnar.

Engin ummæli: