þriðjudagur, 18. mars 2008

Daginn eftir.

Það eru sannarlega miklar sviptingar á fjármálamarkaðnum þessa dagana. Þessir vindar eru ekki eingöngu bundnir við Ísland. Gengi krónunnar var búið að vera of hátt í mörg ár. Það hlaut að koma að því að þessi staða mundi snúast við. Mikill halli á viðskiptajöfnuði og kaupgleði/eyðsla bentu eindregið til þess. Nú er að halda haus og fara ekki á límingunni og láta tala úr sér kjarkinn. Það veit enginn hversu lengi þetta ástand varir á meðan ekki sést til lands. Margir þeir sem eru skuldsettir í erlendum gjaldmiðlum lenda í dýfu, en þeir hafa einnig notið lægri vaxta og þess að gengi krónunnar er búið að vera hátt gagnvart erlendum gjaldmiðlum í nokkur ár, það má ekki gleyma því. Útflutningsatvinnuvegirnir fá sanngjarnari skipti fyrir tekjur sínar í erlendum gjaldmiðlum. Ísland verður eftirsóttari staður fyrir ferðamenn vegna hagstæðara gengis. Við erum búin að byggja upp eitt glæsislegasta samfélag heims sem eftirsóknarvert er að heimsækja. Reynslan hefur kennt okkur að við erum best í mótbyr enda búum við út á eyju í miðju Norður - Atlantshafi. Kveðja.

Engin ummæli: