laugardagur, 22. mars 2008

Gleðilega páska!

Jóhannes fékk páskegg. Það er búið að vera vetrarríki hér í Skåne í dag og í gær. Snjór yfir öllu og kallt úti. Fórum í bæinn í dag og á kaffihús með þeim systrum Ingibjörgu og Katrínu. Hjörtur var heima með bræðurna. Í kvöld fórum við svo í miðnæturmessu í Heliga Trefaldighets kyrka í Kristianstad. Hátíðleg stund og gaman að taka þátt í sænsku messuhaldi. Við höfðum aldrei gert það áður. Sakna þess svolítið að heyra ekki sálminn sigurhátið sæl og blíð. Svona er maður nú íhaldssamur. Kveðja.

Engin ummæli: