sunnudagur, 9. mars 2008

Skaftfellingamessa.

Söngfélag Skaftfellinga. Seinni hluti ,,messunnar" var í safnaðarsal Breiðholtskirkju þegar söngfélag Skaftfellinga söng nokkur lög í kaffisamsæti fyrir kirkjugesti. Það voru alls sex prestar sem tóku þátt í þessari messu. Í kirkjukórnum voru örugglega sjötíu manns. Sr. Gísli prófastur taldi að um 250 manns hafi tekið þátt í messunni að þessu sinni að kórunum meðtöldum. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn tekur þátt í Skaftfellingamessunni. Mikil fjöldi var komin austan úr Vík og frá Klaustri. Einnig var margt manna úr Reykjavík. Þessi hátíðardagur virðist vera að festa sig í sessi og er það vel til fundið.
Með foreldrunum. Sr.Hjörtur tók þátt í guðþjónustunni að þessu sinni og frú Unnur var að sjálfsögðu mætt með honum. Þarna var mikill fjöldi kunningja og samferðarfólks saman komið og gefandi að taka þátt í þessari hátíð. Það er mikilvægt fyrir kórinn að fá þetta tækifæri að koma fram og hann þarf fleiri tækifæri til að láta í sér heyra. Kveðja.

Engin ummæli: