fimmtudagur, 20. mars 2008

Af Dönum...

Sirrý í Köben. Við erum komin hingað til Kristianstad í Svearíki í páskafrí. Ferðin gékk vel nema að við misstum af lestinni til Kristianstad vegna aulaháttar hjá Dönum. Tveimur mínútum áður en lestin átti að renna inn á spor nr. 5 var henni skipt yfir á spor nr. 4 án þess að um það kæmi orð. Fjöldi manns missti af lestinni vegna þessa klaufaskapar. Því miður er þetta oft svona þegar við erum að ferðast með lestum í Danmörku. Vona að þetta eigi ekki almennt við þá blessaða þ.e. aulahátturinn. Við erum hér í góðu yfirlæti hjá Hirti, Ingibjörgu og strákunum okkar. Hér er einnig gestkomandi Katý systir Ingibjargar. Það var enn haustlegt í Kaupmannahöfn og að stórum hluta í Skåne, en hér er enginn snjór og farið að grænka. Við gengum Strikið í dag og var nánast allt lokað á skírdag. Í Svíþjóð er skírdagur ekki frídagur þannig að hér var allt á fullu fyrir páskana. Kveðja.

Engin ummæli: