fimmtudagur, 13. mars 2008

Ráðstefna um hagvöxt.

Fundurinn. Var á ráðstefnu SA í Borgarnesi í dag sem bar yfirskriftina hagvöxtur um allt land. Ráðstefnan tókst í alla staði vel og margt fróðlegt kom þar fram um atvinnumál landsbyggðarinnar. Rifjaðist upp fyrir mér að ég var á samskonar ráðstefnu á sama stað fyrir 18 árum og hélt þar einnig erindi um sjávarútveginn og stöðu hans. Mikið hefur breyst á þessum tæpum tveimur áratugum til batnðar, annað til óþurftar o.s.fr. Ég er sammála því áliti að til þess að komast af verður maður að horfast í augu við breytingar í lífinu. Þarna var einnig sagt frá Landnámssetrinu í Borgarnesi, starfsemi Bónus á landsbyggðinni, hvernig er að starfa sem fræðingur á landsbyggðinni, álversuppbyggingu á Austurlandi, byggðaþróun svo eitthvað sé nefnt. Þarna fóru fram fjörug skoðanaskipti en hvað svo veit náttúrulega enginn. Kveðja.

Engin ummæli: