föstudagur, 21. mars 2008

Á föstudaginn langa.

Við nafnarnir. Það hefur verið snjókoma hér í Kristianstad í dag en götur eru auðar. Höfum verið mest heima við með Stjánastaðarbúum. Fórum í stuttan bíltúr og skoðuðum sérvöruverslun út í sveit. Tók sérstaklega eftir því að á skilti inn í versluninni stóð að þessi verslun væri til komin vegna fjármögnunar frá landbúnaðarsjóðum ESB. Þetta húsnæði var áður fjós en nú er búið að breyta því í þessa verslun með ýmislegt smálegt "design" dót og svo var þarna aðstaða til kaffiveitinga. Marmelaðikrukkan kostaði 600 krónur og gefur það nokkra hugmynd um verðlagið almennt í búðinni.Þeir leggja ýmislegt á sig til að fækka kúabúunum í ESB löndunum. Annars allt gott af okkur að frétta. Strákarnir hafa þroskast mikið frá jólum. Nafni nánast orðinn altalandi og Jói farinn að tjá sig heilmikið. Kveðja.

Engin ummæli: