sunnudagur, 23. mars 2008

Páskadagur.

Bræður að leik. Í dag sá til sólar í Stjánastað, þótt kalt væri úti. Þeir bræður renndu sér í þeim litla snjó sem eftir var í kapp við sólargeislana sem hömuðust við að bræða snjóinn. Undir það síðasta renndu þeir sér á leirugu grasinu einu eins og sjá má á þessari mynd. Hætta skal leik þá hæst stendur. Þeir voru þó ekki sáttir við að hætta leiknum þótt snjórinn væri farinn. Hér er þeir bræður leiddir hálf nauðugir heima á leið.









Ingibjörg og Jóhannes. Það var mikið fjör við morgunverðarborðið - hafragrautur einasta yndi mitt er, hæ páskegg, hæ páskegg rúgbrauð og smér.

















Katrín og Sveinn. Það þurfti að gera páskegginu góð skil þarna megin borðsins líka. Þeir bræður gáfu sér góðan tíma að þessu sinni við morgunvarðarborðið.

Engin ummæli: