sunnudagur, 16. mars 2008

Á árshátíð háskólans.

Andrea og Pálmi. Við vorum á árshátíð HÍ í gærkvöldi í Gullinhömrum í Grafarholti. Þar komu fram Andrea Gylfadóttir og Pálmi Sigurhjartarson og tóku þau nokkur jasslög. Þau gjörsamlega sameinuðust í söng og píanóleik. Wow. Þetta eru stórkostlegir listamenn og einn af hápunktum kvöldsins að hlíða á þau. Undir dansi lék Sniglabandið og Stefán Hilmarsson sá um sönginn og ekki klikkar hann.
Félagsráðgjafar og makar. Borðhaldið stóð til kl. 23.00 og var maturinn fínn. Í forrétt sjávarréttir, turnbauti í aðalrétt og logandi créme bruelée í eftirrétt. Vínin komu frá Ítalíu. Valdimar og Stella voru einnig að skemmta sér á þessari árshátíð. Stella vinnur í Háskólanum. Þetta var bara eins og á réttarböllum í gamladaga þar sem kynslóðirnar komu saman og skemmtu sér. Fremst á myndinni er Steinunn vinnufélagi Sirrýjar og Haraldur maður hennar. Aðra er erfiðara að greina.

Engin ummæli: