miðvikudagur, 26. mars 2008

Eftir páska.

Við komum frá Svíþjóð í gær eftir gott páskafrí hjá Stjánastaðabúum. Var mættur á söngæfingu í gær. Það gengur vel að æfa lagaprógramið en mæting mætti vera betri. Alltaf jafngaman að syngja nokkur lög með söngfélögunum. Næst á dagskrá er söngferðalag um Suðurland 18. apríl nk. Lokatónleikar verða kl. 17.00 í kirkjunni á Seltjarnarnesi þann 1. maí. Nú er bara að taka frá tíma til að mæta og hlusta fyrir þá sem tækifæri hafa á því. Það var svo mikið að gera fyrir páska að ég náði ekki að segja ykkur fyrir páska frá tónleikunum sem við sóttum á Blueshátíð Reykjavíkur á Hótel Nordica. Þarna komu fram þrjár hljómsveitir mjög góðar og gleðin í flutningi hljómsveitanna var frábær. KK og félagar, Sigurður Flosason og félagar og Yardbirds. Þeir síðastnefndu telja það sér til frægðar að með þeim spilaði á árum áður gítarleikarinn gamalkunni Eric Clapton. Ýmsir þjóðkunnir tónlistamenn léku með KK og Sigurði þar á meðal Björgvin Gíslason, Pétur Östlund, Þórir Baldursson og fleiri. Þessi hátið hefur unnið sér sinn sess og gaman að hafa fylgst henni. Kveðja

Engin ummæli: