sunnudagur, 16. nóvember 2008

Blákaldur veruleikinn

Sumir geta talað sig í gegnum svona ástand eins og nú er uppi. Fengið útrás fyrir reiði sína og hugsanir. Komið því á framfæri við þjóðina hvað þeir séu klárir og réttlætið sé þeirra. Svo eru það við hin sem viljum helst hlusta og vega og meta stöðuna. Auðvitað erum við öll sár og reið yfir því hvernig komið er. En hvernig vinnum við okkur út úr stöðunni? Við getum ekki endalaust verið reið. Sagði ekki geðlæknirinn að reiðin væri verst fyrir þann sem er reiður. Það leysir heldur enginn úr okkar vanda nema við sjálf. Það kemur enginn stóribróðir og tekur í hönd okkar. En við þurfum mikinn velvilja og skilning til að takast á við vandamálin ekki síst hérna heima og líka erlendis. Þess vegna er eins gott að okkur renni reiðin. G20 hittust í Washington um helgina. Það hefur ekki verið eytt mikum tíma í að fjalla um okkar mál á þeirri samkomu. Það er að taka við ný stjórn í USA þar gerist ekkert fyrr en nýir valdhafar taka við. Eitthvað var þó talað um það að auka þyrfti hjálp þeirra verst stöddu í þróunarlöndunum, þessum sem hafa um og yfir dollara til ráðstöfnunar á dag. Það er eins gott því við erum að skera þar niður.

Engin ummæli: