föstudagur, 14. nóvember 2008

Ferðatöf

Það er sérstakt að vera mættur á Kastrup og standa frammi fyrir því að vera með flugmiða og ákveðinn tíma og dagsetningu á flugi sem er ekki á skjánum og enginn kannast við að sé á þessum tíma. Þessu lenti ég í þegar ég ætlaði heim til Íslands á miðvikudaginn. Flugið var fellt niður og mér sást yfir e-mail frá flugfélaginu. Ferðin frá Kristianstad fór ekki allveg sem skyldi heldur. Ég varð að fara út í Svågertorp og taka rútu á Kastrup. Skýringin var að lestarteinarnir væru ekki í lagi á Eyrarsundsbrúnni. Það var ekki um annað að gera en að snúa við til Kristianstad að nýju eftir þessa fíluferð. Þá var lestin farin að ganga yfir brúnna að nýju, nema hvað rétt áður en komið er að Svågertorp stoppar lestin og lestarstjórinn upplýsir að vegna þess að það sé einhver hlutur á sporinu komist lestin ekki áfram. Eftir nokkra bið heldur lestin áfram, en upplýst er að hún fari ekki nema til Malmö Centralstation. Hluturinn sem lestarstjórinn talaði um reyndist vera manneskja sem var á brautinni. Ég skipti um lest og tek ákvörðun um að hopppa upp í lest til Hässleholm í stað þess að bíða í óvissu um hvort Kristianstad lestin færi klukkutíma síðar. Á leiðinni var í þrígang verið að hvetja þá sem ætluðu til Kristianstad að hoppa af og bíða eftir Kristianstad lestinni. Ég tók ekki þann séns en bað Hjört að sækja mig í Hässleholm, en það er um 20 mínúta akstur að heiman frá honum. Í sænsku fréttunum var sagt frá því í kvöld að áætlanir lestakerfisins yrði tekið til endurskoðunar. Ef þetta er oft svona hjá þeim blessuðum skil ég það mæta vel.

Engin ummæli: