sunnudagur, 2. nóvember 2008

Sporðlausi gullfiskurinn

Við keyptum okkur gullfisk fyrir tveim mánuðum á 700.- Hann er svona 20 grömm að þyngd. Uppreiknað kílóverðið á gullfiskum er því 35 þúsund krónur en það er önnnur saga. Einn morguninn var fiskurinn sporðlaus. Hvernig hann fór að því að glata sporðinum er okkur hulin ráðgáta. Hann er eigi að síður hinn sprækasti og syndir sem aldrei fyrr með styrtlunni og raufarugganum. Ef einhver kann skýringu á þessu væri gaman að heyra hana. Varla missa fiskar sporðinn eins og hreindýr hornin eða hvað?

Engin ummæli: