föstudagur, 6. febrúar 2009

Endurreisn atvinnulífs

Ég endaði vinnudaginn á að fara á Nordica á fund hjá nýrri endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Þarna var margt manna og kvenna kominn til þess að ræða um endurreisn í íslensku samfélagi. Það var athyglisvert að hlusta á fólkið tjá sig stutt og hnitmiðað. Fólki var tíðrætt um helstu grunngildi í viðskiptum s..s gott siðferði, ábyrgð samfara frelsi, hagsýni, mikilvægi nýsköpunar og staðinn yrði vörður um atvinnulífið. Vonandi að þessi nefnd skili góðu starfi. Það var auðfundið að það fólk sem komið var á þennan fund var áhugasamt um að leggja gott til þjóðmálaumræðunnar og hjálpa til við þá miklu atvinnuuppbyggingu sem er nauðsynleg til þess að skapa a.m.k. 20 þúsund ný störf í náinni framtíð.

Engin ummæli: