mánudagur, 2. febrúar 2009

Vaxandi atvinnuleysi.

Ég er þeirrar skoðunar að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir hvert okkar að hafa atvinnu - eiga möguleika á að framfleyta okkur og fjölskyldu. Í atvinnunni speglast stór hluti af sjálfsmyndinni og atvinna er sá hvati sem heldur okkur í daglegri rútínu. Þetta eru svona grunnatriði sem koma fyrst upp í hugann. Ég hef einnig verið þeirrar skoðunar að þau stjórnvöld sem ekki vinna markvisst að því að skapa fulla atvinnu eigi ekki margra lífdaga auðið. Nálegðin í íslensku samfélagi, almennt viðhorf til atvinnunnar sé einmitt eins og hér hefur verið lýst. Viðunandi atvinnustig er mikilvægasta verkefni sem stjórnvöld standa frammi fyrir hverju sinni. Full atvinna næst ekki nema fyrirtæki fái þrifist og til þess þarf efnahagslega umgjörð til þess að orða það almennt að vera til staðar. Vextir af lánsfé verða að vera sanngjarnir, verðlag stöðugt og verðbólga lítil. Fjárlög og peningastefnan þurfa að vinna saman að því að skapa efnahagslegan stöðugleika. Við megum hvergi eyða meira en við öflum. Það þarf góðan skammt af bjartsýni, samstöðu og trausti í samfélaginu. Það verður að efla eftirspurn á samdráttartímum og hafa nægt framboð af verkefnum fyrir vinnufúsar hendur. Þannig komust við fram úr þessum vandræðum. Nóg í bili. Kveðja

Engin ummæli: