laugardagur, 14. febrúar 2009

Grasrótarstarf

Eins og síðasta föstudag endaði ég vinnuvikuna á því að taka þátt í grasrótarstarfi á vegum endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Var svo mættur aftur fyrir hádegi í morgun áður en ég fór austur í Hveragerði að sækja Sirrý, en hún er þar í endurhæfingu. Þannig að segja má að við séum bæði í uppbyggingarstarfi þessar vikurnar. Hún að styrkja sig eftir slæmt fótbrot og ég að velta fyrir mér endurreisn hagkerfisins í góðum hópi fólks. Grasrótarstarf er afskaplega gefandi starf. Þetta er tilfallandi vekefni þar sem þú leggur þín lóð á vogarskálarnar og aðir gera slíkt hið sama og staðan í fortíðinni, núinu og framtíðinni krufin. Ég var reyndar búinn að ákveða fyrir margt löngu að þátttaka mín í pólitísku starfi væri svona meginatriðum lokið. Það átti ekki að verða - í bili allavega og þetta er orðið töluvert starf sem hefur farið í umfjöllun um ESB, sjávarútveginn og efanahagsmál almennt. Á þessa fundi hafa mætt fjölmargir kunningjar úr ólíkum áttum sem eru líka tilbúnir að leggja sitt að mörkum til þess að sinna uppbyggilegum verkefnum. Þannig að þetta hefur verið ágætis tilbreyting undanfarnar vikur og mánuði. Í dag fékk ég símhringingu frá félaga mínum í London sem var þar á fundi og hafði hann miklar áhyggjur af efnahagsástandinu í Bretlandi. Enn eru nýjar fréttir af slæmri útreið banka þar í landi og aðstæður fara ört versnandi í evrulandi. Við megum hinsvegar ekki gleyma því að við erum "aðeins" enn í efnahagslægð/samdrætti (recession) en ekki kreppu (depression) sem er enn dýpra og alvarlegra ástand. Ég hef trú á því að við munum vinna okkur upp úr lægðinni markvisst og örugglega, þótt enginn viti það nákvæmlega hvað það taki langan tíma. "We shall never surender" eða uppgjöf er ekki valkostur eins og Churchill gamli sagði hérna um árið. Kveðja.

Engin ummæli: