sunnudagur, 22. febrúar 2009

Spurningin og svarið sem ég fékk

Í gær spurði ég hver væri tilgangur lífins og lét þar við sitja. Í morgun hringdi vinur minn og svaraði spurningunni. Er þetta hugsanaflutningur, tilviljun eða hvað? Nú og hvern taldi hann vera tilgang lífisins, kann einhver að spyrja. Svarið sagði hann vera fólgið í hamingjunni. Maðurinn ætti að leita hamingjunnar. Tilgangurinn er að elska og vera elskaður. Hann er að eignast afkomendur. Forðast eigingirni. Hann er að finna ástæðu til að takast á við neikvæða atburði í lífinu og læra af þeim og sætta sig við það sem verður ekki breytt. Hann er að fylla tilfinningarlegt tómarúm með jákvæðri hugsun. Hann er að njóta stundarinnar því lífið er núna. Hann er að fyrirgefa og sleppa takinu. Hér með er þessu komið áleiðis, ef vera kynni að einvher annar sem hér lítur við væri að hugsa eitthvað svipað. Nú eða hefur eitthverju við þetta að bæta.

Engin ummæli: