fimmtudagur, 12. febrúar 2009

Ströng yfirheyrsla

Hardtalk Hlustaði tvisvar á Geir Haarde í kvöld fyrst í endurtekningu á BBC NEWS og svo í RUV nú í kvöld. Enn er mörgu ósvarað varðandi ófarir okkar og enn vantar svör til þess að hægt sé að byggja traust að nýju. Auðvitað var það grafalvarleg staða þegar skuldastaða bankanna var orðin tíföld landsfarmleiðsla. Auðvitað gat viðverðandi viðskiptahalli ekki talist "góður" í yfirgengilegri neyslu og kaupæði og var ávísun á gríðarlega gengisfellingu þegar straumkastið breyttist. BBC spyrjandinn velti því að vísu ekki fyrir sér hvernig stóð á því að bankarnir gátu fengið svona mikið af lánum erlendis. Var það ekki vegna þess að þar var talið að við værum áhugaverðir, frumlegir og duglegir vinnuþjarkar sem rétt væri að veðja á? Það held ég verði nú að hafa í uppgjörinu við þessa aðila. Hafði það á tilfinningunni að BBC spyrjandinn væri að gera lítið úr því að við vorum með drauma um að byggja hér upp fjármálastarfsemi sem ætti glæsta framtíð fyrir sér. Ýmsar smáþjóðir starfa á þessu sviði og hafa af því drjúgar tekjur. Slík starfsemi er að vísu byggð upp á lögum tíma, jafnvel á öldum. Við ætluðum að taka þetta með stæl eins og svo oft áður, en þetta sprakk í andlitið á okkur. Við verðum því að vinna fram úr þessu markvisst og fumlaust og endurheimta traust okkar í milli og við umheiminn. Dægurumræðan í þjóðfélaginu er ekkert sérstaklega uppbyggileg þegar maður er að velta þessu þætti fyrir sér. Auðvitað tapaði maður einhverjum peningum við þetta eins og margir aðir. Þv miður er það reynsla margra sparifjáreiganda í gegnum tíðina á Íslandi að sparifé hefur tilhneigingu til þess að gufa uppa á Íslandi. Svo erum við ekki heldur vön því að stjórnmálamenn eða bankamenn biðjist afsökunar. Hvað var að manninum heldur hann að við séum Bretar?

Engin ummæli: