þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Úr dagsins önn

Endaði daginn á söngæfingu með Sköftunum. Þar voru bæði sungnir slagarar og sálmar enda mikið sem stendur til í mars og apríl. Annars tíðindalítill dagur til þess að gera. Fór á rótarýfund í hádeginu og hlustaði á fangelsisstjórann á Litla Hrauni halda erindi um fangelsið, sem ég gerði að umtalsefni í síðasta bloggi. Þetta er kannski ekki jafn hræðilegur staður og ég hafði ímyndað mér. Allavega lýsti hún því svo vel hvernig reynt er að koma til móts við þarfir fanganna að maður fékk það á tilfinninguna þarna væri bara nokkuð gott að vera miðað við aðstæður. Svo vel er búið að þeim að útlendingarnir fást ekki til þess að láta framselja sig. Þeir vilja heldur dvelja hér á landi en fara til síns heima. Kveðja.

Engin ummæli: