laugardagur, 21. febrúar 2009

Endurreisn og endurhæfing

Ég var mættur í Valhöll í dag til þess að taka þátt í starfi endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið skemmtilegt og krefjandi verkefni og ánægjulegt að taka þátt í því. Hópurinn kom saman eftir vinnu í gær og gerði sér dagamun og hlustaði á formanninn fara yfir stöðu mála. Starfnu er skipt upp í hópa og hver hópur fjallar um ákveðna málaflokka. Nálgast má upplýsingar um þetta verkefni á heimasíðu flokksins á næstu dögum. Sirrý er í helgarfrí frá Hveragerði. Hún hefur náð miklum árangri á stuttum tíma og verður búin að henda hækjunum innan skamms. Sigrún er að lesa undir próf og fer allur hennar tími og orka í það þessa dagana. Annars hefur dagurinn hjá okkur farið í helgarinnkaup og ýmislegt smálegt. Kveðja.

Engin ummæli: