föstudagur, 8. janúar 2010

Agent Fresco

Agent Fresco Ég hef lofað sjálfum mér að fylgjast betur með þessari hljómsveit sem spilar polyrythmískt oddtime-rokk með djass- og fönk-ívafi. Hlustaði á tónlist hennar í kvöld í Kastljósi. Mjög frumlegur og ferskur blær sem fylgir flutningi þessar hljómsveitar. Sérstaklega mun ég fylgjast með trommuleikaranum Hrafnkatli Erni Guðjónssyni sem við eigum örugglega eftir að heyra meira af. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru: Borgþór Jónsson, rafmagnskontrabassi, Þórarinn Guðnason, gítar og Arnór Dan Arnarson, söngur Það fer ekki milli mála að hér eru á ferðinni hæfir og frumlegir tónlistarmenn. Hrafnkell Örn á nú ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Móðir hans er Ragnheiður Elfa Arnardóttir leikkona og söngvari sem hefur gert garðinn frægan í fjölmörgum hlutverkum um langt árabil og faðir hans er Guðjón Ketilsson listamaður. Móðurbróðir hans er Snorri Björn Arnarson sológítarleikari hljómsveitarinnar The Lame Dudes sem þessi síða hefur fjallað nokkuð um. Sonur Snorra er enginn annar en Exos eða Arnviður Snorrason hinn víðfrægi "tecknó" tónlistarmaður, sem einnig er liðtækur trommuleikari. Þjóð sem á að skipa öðru eins mannvali í tónlistinni og það úr einni og sömu fjölskyldu er ekki á vonarvöl. Kveðja.

1 ummæli:

Professor Batty sagði...

I saw them at the Nordic House last year, and was most impressed. Here is a video of that performance.