þriðjudagur, 26. janúar 2010

Sætur sigur á rússneska birninum.

Hann var sætur sigurinn á rússneska birninum í dag með átta marka mun 38/30. Skrítið að horfa á leik gegn þessu stórveldi og finna vart til nokkurrar spennu. Þetta var leikur Davíðs að Golíat. Rússarnir voru svifaseinir og áttu í engu við íslenska liðið. Óska landsliðinu til hamingju með sigurinn. Þetta er mikil upplyfting hér í skammdeginu að fylgjast með þessari keppni.

1 ummæli:

Sveinsson sagði...

Það er ekki hægt að kalla þessa rússa Birni lengur, þeir eru frekar nær húnum