sunnudagur, 21. mars 2010

Eldgos í Eyjafjallajökli

Eyjafjallajökull. Á miðnætti aðfaranótt sunnudags hófst gos í Eyjafjallajökli sem kemur í raun ekki á óvart miðað við þær jarðhræringar sem verið höfðu á svæðinu um tíma. Annars hefur helginni verið varið við söng og skemmtan á vegum Skaftfellingafélagsins í Reykjavík. Í gærkvöldi var sameiginlegur kvöldverður með kórum frá Vík og Klaustri. Í dag var Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju þar sem kórarnir þrír sungu saman. Að lokinni messu var haldið í félagsheimili Skaftfellingafélagsins og þar voru sungin nokkur lög í kaffisamsæti félagsins. Þetta hafa verið góðir dagar í góðum félagsskap. Fólkið að austan var komið í bæinn fyrir gos. En við vissum af fólki að austan sem var snúið við vegna eldgossins í jöklinum. Nú eru kórfélagarnir að austan á leiðinni heim og keyra framhjá Eyjafjallajökli. Vonandi að leiðin sé greiðfær og þau eigi góða heimkomu.

1 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Leiðin var sem betur fer greið - og verður það vonandi áfram!