föstudagur, 14. janúar 2005

Föstudagskvöld í janúar

Föstudagskvöldin eru best. Maður er þreyttur eftir vikuna og helgarfríið ónotað. Fór í píanótíma í dag. Æfði nýtt lag sem gæti passað í saloon prógrammið mitt þegar fram líða stundir. Þetta er fallegt ítalskt óperulag. Veltum fyrir okkur hvað tónlistin gefur manni, hvort heldur hlustun eða eigið spil. Mun á atvinnumennsku og áhugamennsku og hvernig maður getur lesið lagið af nótnaborðinu án nóta. Þetta geta bara alvörumenn og miklir músíkkantar. Orðið hamingja kom upp í þessum pælingum. Leitin að hamingjunni. Er það eitthvað sem við erum að leita að í tónlistinni? Hvað veit ég. Aðrar fréttir eru helst þær að Sirrý er í Finlandi yfir helgina kann ekki einu sinni nafnið á bænum sem hún heimsækir. En þar munu eigi að síður vera nafnkunnar búðir, þannig henni ætti ekki að leiðast í þessari stuttu ferð.

Engin ummæli: