sunnudagur, 9. janúar 2005

Næturhúmið hvílir yfir Fossvogsdal

Kalt er í dalnum ca. 10°C. Stillt veður sannkallað vetrarríki. Í dag var heiðskírt og sólin var sterk um hádegisbilið. Við Sirrý fórum í göngu um miðbæ Reykjavíkur. Það er svo gott að ganga þar vegna þess að víða eru gangstéttir auðar. Hér hafa komið í heimsókn í dag Stella og Valdimar og borðuðum við með þeim pizzu. Annars hefur lítið verið gert af viti í dag. Ég hef aðeins verið að dunda mér í Langförulsverkefninu mínu. Það snýr að ákveðinni rannsókn á ljóði Stephans G, sem ég er ekki tilbúinn að fara nánar út í á þessu stigi. Við höfum verið að rifja upp liðinn tíma í tengslum við söfnun upplýsinga um Loftsalasystkinin í Mýrdal. Afkomendur Elínar og Guðbrands vitavarðar. Það yljar alltaf í skammdeginu og kuldanum að rifja upp hlýjar minningar.

Engin ummæli: