miðvikudagur, 12. janúar 2005

Rautt, grænt og hvítt...

Það eru kvöldljósin á flugvita Perlunar sem ég er að tala um. Svo er fólk ekkert að flýta sér að taka niður jólaskrautið á húsunum í kring. Þau eru líka rauð græn, gul og hvít. Það er still og rólegt veður í Fossvogsdalnum. Annars allt við það sama á þessum slóðum. Stella og Valdi heiðruðu okkur með komu sinni í kvöld. Borðuðu með okkur hið fræga "pabba spagettí" sem ég framreiði að hætti hússins. 750 gr. nautakjöt, tveir laukar, 2 súputeningar, tómatpurré, hveiti jafningur, spagettílengjur og tómatsósa og svo að sjálfsögðu franskbrauðslengja. Það er enginn menningarvefur eða sjónvarpsþáttur sem stendur undir nafni nema hann birti uppskriftir. Hér með er bætt úr því. Í eftirrétt var borðaður afgangur af Jensínuís með kaffi og rest af súkklaðiköku úr Björnsbakari.

Engin ummæli: