laugardagur, 1. janúar 2005

Nýjársdagur 2005

Best að byrja á veðurlýsingu. Það hefur verið kallt í dag en stillt veður. Snjór yfir öllu en ekki mikill. Fórum í brúðkaup í dag í Dómkirkjunni í Reykjavík. Guðrún Bragadóttir og Sigurður Böðvarsson voru að gifta sig. Prestur var séra Sigfinnur Þorleifsson. Brynhildur Björnsdóttir söng þrjú lög við undirleik Marteins Hunger og Halldórs Bragasonarí einu lagi. Henni tókst vel til að vanda. Brúðhjónin héldu svo glæsilega veislu á heimili sínu. Um kvöldið kom fólkið mitt í kvöldkaffi áttum með þeim inndæla kvöldstund. Sérstakur gestur var Kristján Róbert Axelsson elsti sonur Axels bróður, en hann er hér í jólaleyfi. Býr annars í Gautaborg. Þetta hefur verið góður dagur til að hefja nýtt ár. Presturinn lagði út af kærleiksboðorðinu um trú, von og kærleika af þessu þrennu er kærleikurinn þeirra mestur. Ágætis hugvekja og hverjum manni holl. Jæja læt þetta duga fyrir þennan fyrsta dag ársins.

Engin ummæli: