föstudagur, 7. janúar 2005

Fyrsta vinnuvikan búin!

Hugsiði ykkur það er kominn 7. janúar 2005. Fyrsta vinnuvika ársins er liðin!! Ef þið ætlið ykkur að vinna einhver afrek á þessu ári er eins gott að fara drífa sig aðeins 51 vika eftir af árinu - 4 vikur í sumarfrí og svo einhverjir hátíðardagar einnig til frádráttar. Það er Stillt og kallt veður hér í Fossvogsdalnum í kvöld. Fossvogskapellan upplýst að venju, Perlan lýsir himininn með flugvitanum, Borgarspítalinn tignarhár. Nú sé ég bláa ljósið nálægt Veðurstofunni. Ælti það sé ekki skilti frá Símanum eða Landsvirkjun. Húsin kúra í kuldanum og enn eru jólaljós í gluggum margra þeirra. Helsta afrekið í dag var að píanónámið hjá Þorsteini Gauta hófst í dag. Spilaði nokkur lög fyrir hann m.a.: Einu sinni á ágúst kvöldi eftir Jón Múla Árnason, Ég leitaði blárra blóma eftir Gylfa Þ Gíslason. Fékk tvö lög til þess að æfa mig. Kennaranum fannst ég ekki nógu "sóber" þ.e. æfa þarf taktinn betur. Mælingin í leikfiminni hjá hinum Gautanum fór fram í hádeginu. ´Hún var ekki eins slæm og ég hélt. Ég gæti náð áramótaheitinu um páskana ef ég held vel á spöðunum. Engar frekari fréttir af því. Læt þetta nægja að sinni.

Engin ummæli: