sunnudagur, 23. janúar 2005

Flensan á þorranum

Við feðginin erum með flensku. Hiti, beinverkir, þyngsli fyrir lungum, þurr hósti. Andsk..... að fá þennan óþverra. Búinn að eiga í þessu alla helgina. Nú er það parkodínið sem heldur manni á fótum. Annars lítið að frétta héðan á þorranum. Maður er löngu hættur að fara á þorrablót. Man ekki hvenær við fórum síðast, örugglega 15 ár. Maður kaupir sér þó alltaf svolítið af þorramat. Annars var stór hluti af þessum þorramat matur sem var hluti af þeirri fæðu sem maður var alinn upp við. Slátur, svið, harðfiskur, hangikjöt o.s.fr.

Engin ummæli: