föstudagur, 4. febrúar 2005

Þróttleysi eftir flensu

Þetta hefur verið slæm flensa. Maður er enn ekki búinn að ná fullum styrk. Drattast áfram frá einum degi til annars. Ég var frá vinnu í heila viku. Mætti einn dag en fékk þá aftur hita og var nauðbeygður til þess að vera í rúminu tvo daga í viðbót. Þannig að það hefur ekki verið mikil orka eftir til þess að sinna svona aukaverkum eins og því að setja inn pistla á heimasíðuna. Annars er það helst að frétta að við tókum þátt í 100 ára afmæli Rotarý hér í Kópavogi í gær þann 3. febrúar. Mikil veisluhöld sem hófust með tónleikum í Salnum. Þar söng Operukórinn undir stjórn Garðars Cortes nokkur lög. Síðan var hátíðarkvöldveður í Menntaskóla Kópavogs hjá veitinga- og matreiðslubrautinni. Þau buðu upp á franskt eldhús og tókst það í alla staði mjög vel. Hinsvegar verður maður nú seint saddur þegar boðið eru upp á frönsku línuna. Þetta var ágætisstund og tókst í alla staði vel. Rifjaðar voru uppi skemmtilegar stundir úr Kanadaferðinni síðasta sumar og ýmsar góðar vísur sem ortar voru í ferðinni. Jæja hef þetta ekki meira í bili.

Engin ummæli: