föstudagur, 18. febrúar 2005

Vetrarhátið - safnadagur.

Við nýttum okkur ókeypis aðgang að söfum í borginni með því að heimsækja tvö söfn í kvöld. Fyrst fórum við og skoðuðum Þjóðminjasafnið í nýjum búningi og er það óþekkjanlegt. Örugglega rándýr endurgerð en við söknuðum svolítið gamla safnsins. Síðan fórum við og skoðuðum Listasafn Einars Jónssonar. Við höfðum ekki komið í Þjóðminjasafnið í áratugi og aldrei inn í Listasafn Einars Jónssonar. Að vísu höfðum við nokkrum sinnum skoðað listaverkin í garði Listasafnsins. Þetta var ágætis afþreying á föstudagskvöldi. Slæðingur af fólki var í söfnunum. Þótt aldrei hafi maður komið áður í safn Einars Jónssonar þekkti maður mörg verkanna því þau eru víða og vel kunn.

Engin ummæli: