þriðjudagur, 8. febrúar 2005

Hríð í Fossvogsdal

Klukkan er 21.00 og rétt í þessu gengur yfir hríðarbylur í Fossvogsdal. Þetta vetrarríki er þreytandi. Ég skil vel fólk sem flytur sig eins og farfuglarnir til heitari landa á þessum árstíma. Kanarí væri við hæfi á kvöldi sem þessu. Gamall skólafélagi frá Svíþjóð var að hringja í mig áðan. Hann er staddur hér á landi. Hann sagði að það væri svo gaman að hafa samband við gamla félaga eftir því sem aldurinn færist yfir. Maður geti verið eðlilegur, þurfi ekki að leika og hafi ekkert að fela. Í dag er sprengjudagur með tilheyrandi saltkjöts- og baunaáti. Valdi og Stella komu hér í kvöld. Jæja hríðin er hætt og aftur sést í Perluna. Læt þetta duga í dag.

Engin ummæli: