mánudagur, 14. febrúar 2005

Á mánudagskvöldi.

Það er hlýnandi veður úti, stillt og notalegt. Spáð vitlausu veðri á morgun. Var að koma af söngæfingu. Æ, það var ekkert gaman í þetta skipti. Æfðum lag sem gekk illa og er ekkert sérstakt. Tókum svo í lokin Tumbala, tumbala sem er rússneskt lag og Smávinir fagrir eftir Jón Nordal fallegt lag og yndislegt. Hefðu mátt vera fleiri svona lög. Það drífur fremur lítið á daga okkar núna. Maður er í rútínunni. Vinna, éta, sjónvarp, sofa, vinna. o.s.fr. Er að lesa ævisögu Sigvalda Kaldalóns sem Gunnar M. Magnúss skráði og ævisögu Steins Steinarr eftir Gylfa Gröndal. Ágætis afþreying.

Engin ummæli: