sunnudagur, 20. febrúar 2005

Konudagurinn og "Engihjallakaffi".

Æ, æ auðvitað gleymdi ég því að það væri konudagurinn í dag. Þá er væntanlega Þorranum lokið og Góan hafin. Maður þarf að fara að ganga með dagbók til að detta ekki alltaf um þessi undirstöðuatriði. Það er hlýnandi veður úti og nánast allur snjór bráðnaður í Fossvogi. Það hvílir þoka yfir og sér varla í Perluna eða Fossvogskapellu og svo er rigning í þokkabót. Þetta er samt svona dagur sem maður á að fara út og draga andann. Við erum að fara í "Engihjallakaffi" hjá Íu í dag þ.e. við sem bjuggum á 4,a,b og c í Engihjalla 25 ætlum að hittast í dag. Annars lítið að frétta nema helst það að litli drengurinn fer af fæðingardeildinni ásamt móður sinni í dag. Áttum kvöldstund hér með Helga og Ingunni og skoðuðum myndir af afa- og ömmustrák.

Engin ummæli: