sunnudagur, 13. febrúar 2005

Sunnudagsbíltúr og sitt lítið af hverju.

Við fórum í bíltúr austur fyrir fjall í dag. Fórum Þrengslin og keyrðum að veitingarhúsinu Hafið bláa og fengum okkur kaffi og horfðum á brimið við ströndina. Keyrðum á Eyrarbakka og skoðuðum gömul hús. Þaðan fórum við á Stokkseyri og snérum við til baka við Hundaþúfuna við sumarhúsið hans Páls Ísólfssonar. Næst lág leiðin á Selfoss og þar var komið við í Nóatúni, áður Kaupfélag Árnesinga. Eftir stutt stopp var keyrt í bæinn aftur. Sigrún kom að norðan í dag eftir helgardvöl hjá Hirti og Ingibjörgu. Stella og Valdi komu hingað í heimsókn í kvöld. Hef verið að lesa ævisögu Sigvalda Kaldalóns læknis og tónskálds. Mjög áhugaverð lesning um erfitt líf þessa mikla listamanns. Hann samdi í hjáverkum yfir þrjú hundruð verk. Mörg þeirra eru óaðskiljanlegur hluti af tónlistararfi þessar þjóðar - hrein snilld. Í gær fórum við í Borgarleikhúsið og sáum Hýbýli vindannna. Leikrit eftir samnefndri bók Böðvars Guðmundssonar. Þungt stykki, raunsætt en eigi að síður áhugavert. Okkur fannst leikmyndin einföld og frumleg og skila sér vel. Leikur allur fagmannlegur og trúverðugur.

Engin ummæli: