laugardagur, 19. febrúar 2005

Laugardagslull

Ég kalla það laugardagslull að fara í göngutúr um miðborg Reykjavíkur fyrir hádegi á laugardegi. Það gerðum við í dag. Lögðum bílnum við Kárastíg gengum niður á Laugarveg áfram niður í Austurstræti út Pósthússtræti í Tryggvagötuna gegnum Kolaportið þaðan í Grófina yfir á Ingólfstorg upp Austurstræti og enduðum á Kaffi París og borðuðum og fengum okkur kaffi. Á eftir gengum við kringum Tjörnina og enduðum í Ráðhúsinu og skoðuðum við Vesturfarasýningu. Gegum upp menntaveginn hjá MR og áfram upp Þingholtið upp Skólavörðustíg og enduðum þar í antíkskoðun. Það verður að segjast eins og er að 101 hvefið þarfnast víða andlitsliftingar. Síðdegis sóttum við Hildu og Sigrúnu sem höfðu flogið norður til þess að skoða litla drenginn. Jæja þetta eru nú helstu afrek þessa dags. Bestu kveðjur til ykkar allra.

Engin ummæli: