fimmtudagur, 17. febrúar 2005

Aftur í bæinn við vogana tvo.

Það varð loksins fært kl. 22.15 í gærkvöldi. Við vorum lent 55 mínútum síðar á Reykjvíkurflugvelli. Flugið var hið þægilegasta og mikið var nú þægilegt að geta lent svona miðsvæðis og komist til síns heima á nokkrum mínútum af flugvellinum. Það hefði verið laglegt eða hitt þó heldur ef maður hefði þá þurft að keyra frá Keflavík. Ég segi það satt að þetta lið sem vill flugvöllinn í burtu er ekki að hugsa um samborgara okkar vítt og breytt um landið sem þarf á þessum flugvelli að halda til þess að komast fljótt og örugglega til borgarinnar og hana nú.

Engin ummæli: