þriðjudagur, 22. febrúar 2005

Þokunni léttir á þriðjudagskvöldi

Þá er þessari þykku þoku loksins að létta. Hún er farin hér í Fossvogi en liggur enn við Öskjuhlíðina og maður sér flugvitaljósin lýsa upp úr þokunni héðan. Það er mjög dimmt úti. Næstum hægt að skera myrkrið. Það er þrúgandi að hafa þessa þoku yfir öllu svona tvo daga í röð. Annars er lítið að frétta. Fór á söngæfingu í gær. Það var nú skemmtilegra en síðast. Ég verð að viðurkenna það. Pantaði ferð til San Francisco, Utah og Las Vegas í sumar. Gæti orðið áhugavert að fara og taka þátt í hátíðarhöldum íslenskra útflytjenda í Utah sem minnast 150 ára afmælis í ár frá því fyrstu landnemarnir komu.

Engin ummæli: