laugardagur, 26. febrúar 2005

Tónleikar og stjórnmál.

Ég fór í Salinn í dag og hlustaði á tónlistarverk eftir Tryggva M Baldvinsson. Þetta var hin besta skemmtan og lögin mörg verkleg og áheyrileg. Ég fór sérstaklega til þess að hlusta á lag hans Þótt þú langförull legðir. Seinni hluti tónleikanna var helgaður lögum við ljóð eftir Þórarinn Eldjárn úr ljóðabók hans Heimskringlu. Það var mikil gleði og glettni í lögum og ljóðum. Þetta var afbragðs skemmtun og við eigum örugglega eftir að heyra meira af þessum lögum í frámtíðinni. Nú ég byrjaði daginn á því að fara á fund með Gunnari Birgissyni og hlusta á hann fjalla um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar, fjármál Lánasjóðs og málefni Kópavogskaupsstaðar. Hann fjallaði um 20% hækkun fasteignagjalda og rándýrt vatnsgjald okkar hér í bænum. Lofaði lækkun á vatninu í framtíðinni en gat ekki lofað lækkun fasteignagjalda. Það má Gunnar Birgisson eiga að hann hefur reynst okkur Kópavogsbúum farsæll og dugandi leiðtogi í forystusveit bæjarmála. Fór einn rúnt í bæinn með viðkomu í Kolaportinu. Þar hitti ég Stellu sölukonu og foreldra í góðum gír. Nú þetta er nú það helsta í dag. Kennarinn á heimilinu er fullbókaður í vinnu þessa helgi. Kveðja til ykkar allra.

Engin ummæli: