föstudagur, 25. febrúar 2005

Í vikulok.

Nú brýt ég regluna mína í fyrsta sinn. Þetta er fyrsta skipti sem blogg vinir mínir fá tvo pistla í röð sama daginn. Maður er farinn að keppa við fjölmiðlana. Þetta hefur verið tíðindalítill dagur svona á yfirborðinu. Veðrið hefur örugglega sett strik í reikninginn. Frammarar funda og stór hluti fjölskyldunnar er mættur á svæðið. Þar er væntanlega spáð og spekúlerað um stefnuna og ósættið í Kópavoginum. Það er vonandi að þeir fái botn í þessi mál. Allavega skilur maður ekki upp né niður í þessum erjum. Ég hélt nú bara í einfeldni minni að svona högðu Frammarar sér ekki. Það er augljóslega nýir tímar síðan gamli Tíminn leið undir lok. Mér er nú alltaf hlýtt til Framsóknar enda brauðfæddi Tíminn mig í 20 ár. Já hún er skrítin tík þessi pólitík maður veit aldrei hvenær henni dettur í hug að gelta eða glefsa. Kveðjur.

Engin ummæli: