sunnudagur, 27. febrúar 2005

Á sunnudagsmorgni með Larry King.

Það er ekkert í fréttum af okkur á þessum sunnudagsmorgni. Ég hef verið að horfa á þátt með ekkju Chrisaftopher Reeve´s þar sem hún fjallar um líf og baráttu þessa heimsfræga leikara, sem féll af hestbaki og lamaðist. Hann lék meðal annars Superman fyrir þá sem ekki kveikja strax á hver maðurinn er. Skilaboð þessa þáttar voru m.a. að kærleikurinn sigri allt, aldrei gefast upp, ekkert er ómögulegt, setjið ykkur markmið og leitist við að ná þeim, biðjið um aðstoð, leysið vandamál í stað þess að dvelja við þau óskandi þess að málin væru öðruvísi. Eins og Larry King sagði "hann var góður strákur, hann var MAÐUR" Þetta voru uppörvandi skilaboð frá manni sem þurfti að glíma við jafnmikla fötlun. Ágætis sunnudagshugvekja og dugar í stað hugvekju páfa sem nú má ekki mæla vegna læknisaðgerðar skv. CNN. Hann biður örugglega fyrir okkur í hljóði þannig að það er óþarfi að örvænta þótt hann komi ekki í gluggann. Já ekki má gleyma því að hann biður okkur að biðja fyrir sér. Það er ekki lengra á milli okkar og hans en þessi litla ósk ber með sér. Kveðja til ykkar og gaman að fá kveðju ykkar sem heimsækja bloggsíðuna.

Engin ummæli: