fimmtudagur, 20. janúar 2005

Kalt, kalt, frost, hvítt.....

Fimmtudagskvöld og það er kallt og stillt veður hér í Fossvogsdal. Hugsa sér það er kominn 19. janúar! Tíminn líður ótrúlega hratt, jafnvel í skammdeginu. Það er ekkert að frétta héðan þessa dagana. Fórum í kveðjuhóf í gærkvöldi til heiðurs Birni í tilefni þess að hann er nú hættur störfum. Þetta var mjög huggulegt boð og tókst mjög vel í alla staði. Sjálfur átti hann afmæli í gær 18.janúar. Pabbi og mamma komu hér við í gær á nýjum Toyota Avensis og óskum við þeim til hamingju með þessa glæsikerru. Valdi og Stella komu í vikunni og upplýstu að þau væru búin að komast fyrir klóaklykt sem gaus stundum upp á klóinu í íbúðinni þeirra. Valdi fann út úr því hvernig vatnslásar eiga að vera og virka.

Engin ummæli: