föstudagur, 8. desember 2006

40 ára afmæli Kvennadeildar RRKÍ.

Söngatriði
Við vorum í 40 ára afmælishófi Kvennadeildarinnar í kvöld. Það var haldið á Hótel Loftleiðum, Víkingasal. Við fengum hátíðarkvöldverð og þarna var margt til skemmtunar. Hittum fullt af Rauðakross félögum og áttum góða stund með þeim. Það eru nú þrjú ár síðan Sirrý hætti sem starfsmaður. Hún var virk í hreyfingunni í tuttugu ár. sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur var veislustjóri. Gísli Einarsson sjónvarpsmaður fór með gamanmál m.a. úr Borgarfirðinum og Páll Óskar Hjálmtýsson söng nokkur lög. Kveðja.

Engin ummæli: