laugardagur, 9. desember 2006

Annar í aðventu.

Á morgun er annar í aðventu. Maður finnur meira fyrir því þessa dagana að jólin nálgast. Búinn að vera í nokkrum jólahlaðborðum. Hef verið bæði á Hótel Nordica og Hótel Loftleiðum. Maður á örugglega efir að fara í einhver enn. Það er lítið að frétta af þessum slóðum. Sigrún Huld í prófi þessa dagana. Valdimar hefur líka verið í prófum. Sr. Hjörtur átti afmæli í gær og fórum við og heilsuðum upp á hann og mömmu. Nú fer að styttast í það að Hjörtur og Ingibjörg kom heim í jólafrí með drengina sína tvo. Í dag vorum við á hátíðarsamkomu rótarýklúbbanna í Kópavogi á Hótel Loftleiðum. Það var mjög hátíðlegt og góð skemmtun. Ungt jassband spilaði nokkur lög, Kársneskór söng nokkur falleg lög og lesið var upp úr nýútkominni bók. Í gær vorum við á jólahlaðborði með Gróttufélögum á Hótel Nordica. Á morgun sunnudag verður aðventuhátíð Kór Skaftfellingafélagsins í Reykjavík og mun kórinn syngja nokkur falleg jólalög og boðið verður upp á kaffiveitingar. Hátíðin hefst kl. 16.00 og sem flestir hvattir til að mæta. Þetta er í Brautarholti. Nú þetta er svona það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: