föstudagur, 29. desember 2006

Stutt vinnuvika.

Þetta var nú stutt vinnuvika. Á þriðja í jólum lá ég eins og slyttimákur heima í rúmi eftir andvökunótt með gubbupest. Oh, ég hef ekki orðið svona veikur í mörg ár. Ældi eins og múkki og kúgaðist þessi ósköp. Fór svo í vinnuna á fimmtudag og föstudag og það náðist að ljúka nauðsynlegustu verkum fyrir áramótin. Nú við vorum með börnum okkar barnabörnum og tengdabörnum hér í kvöld. Hjörtur Friðrik fer utan í fyrramálið og Kristján Róbert sonur Axels bróður. Tíminn bara flýgur áfram. Manni veitti ekkert af 48 tímum í sólarhring þegar svona er ástatt. Jæja læt þetta duga í bili. Kveðja.

Engin ummæli: